Month: mars 2021

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines hefur verið úrskurðað gjaldþrota af dómstólum í Prag. Kröfuhafar hafa til 10. maí næstkomandi til að lýsa yfir kröfum í flugfélagið.

Þeir neytendur sem eiga kröfur á flugfélagið (t.d. vegna endurgreiðslu á aflýstum flugum) geta lýst kröfu í þrotabúið með því að senda kröfuna í bréfpósti á heimilisfangið:

Městský soud v Praze
pracoviště Slezská 9
120 00 Praha 2
Česká republika

https://justice.cz/web/mestsky-soud-v-praze/kontakty-podrobnosti?clanek=kontaktni-osoby-mestskeho-soudu-v-praze-pracoviste-slezska

Einnig er hægt að senda kröfuna í tölvupósti með viðurkenndri rafrænni undirskrift á netfangið [email protected]

Samkvæmt reglum í tékklandi þá þurfa erlendir kröfuhafar að lýsa, rökstyðja og sýna fram á fjárkröfur sínar á tékknesku. Þannig er ekki hægt að lýsa kröfu í þrotabúið á t.d. ensku.

Til að auðvelda neytendum að senda kröfu á flugfélagið þá hefur ECC í Tékklandi búið til neðangreind form sem neytendur geta nýtt sér. Annarsvegar er form þar sem búið er að fylla inn upplýsingar um fyrirtækið og neytendur þurfa svo að fylla út þá dálka sem vantar. Hinsvegar er fyrirmynd þar sem ensk lýsing fylgir um hvaða upplýsingar þurfa að koma fram í hverjum dálki. Hægt er að nálgast formið hér (fyrirmyndensk þýðing).

Rétt er að taka fram að við vitum ekki hvernig fjárhagsstaða fyrirtækisins hefur verið eða hversu líklegt er að það fáist greitt upp í almennar kröfur. 

Ef við fáum frekari upplýsingar frá kollegum okkar í Tékklandi þá munum við tilkynna það hér á heimasíðu okkar.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú hleypt af stað herferðinni „Þín framtíð. Þitt val“ (Your future. Your choice).

Átakið felur í sér birtingu á fjórum myndböndum sem eiga að stuðla að því að neytendur innan Evrópusambandsins, í Noregi og á Íslandi taki betur upplýstar ákvarðanir í hinum ýmsu neytendamálum. Átakinu er hleypt af stað í dag, á Alþjóðadegi neytendaréttar sem haldinn er hátíðlegur um allan heim þann 15. mars ár hvert.

COVID-19 heimsfaraldurinn hefur sýnt að stafrænar lausnir geta boðið upp á mikla möguleika fyrir fyrirtæki og neytendur, en einnig eru ýmsar hættur sem þar geta leynst svo sem svikastarfsemi. Heimsfaraldurinn hefur einnig stuðlað að aukinni þörf fyrir bættu fjármálalæsi.  

Hægt er að sjá myndböndin hér að neðan, en þau skiptast eftir flokkunum NetöryggiFjármálalæsiGagnavernd og Sjálfbær neysla. Hægt er að kynna sér herferðina nánar á eftirfarandi hlekk:

https://ec.europa.eu/info/consumer-resource

Netöryggi

Fjármálalæsi

Gagnavernd

Sjálfbær neysla