9
maí
Evrópudagurinn er haldinn hátíðlegur 9. maí á hverju ári. En á þeim degi árið 1950 hélt Robert Schuman, sem var þá utanríkisráðherra Frakklands, sögulega yfirlýsingu þar sem hann lagði til að stofnað yrði evrópskt kola- og stálbandalags. Með þessari tillögu sá Robert Schuman fram á Evrópu lausa við stríð.
Í gegnum tíðina hefur þetta samband þróast mikið, en í dag þekkjum við það sem Evrópusambandið. Sambandið hefur t.a.m. komið með mikilvæga löggjöf sem við hér á Íslandi höfum tekið upp í okkar landslög í gegnum EFTA samstarfið.
Á neðangreindu myndbandi má sjá nokkur dæmi um lagabreytingar sem Evrópusambandið hefur sett til að styrkja stöðu neytenda í Evrópu.