Svartur föstudagur: 7 góð ráð frá ECC-Netinu

Á svörtum föstudegi má gjarnan finna ýmis heillandi boð á ótrúlegum verðum. Þó eru ekki öll tilboð jafngóð og við fyrstu sýn. Við höfum tekið saman sjö gagnleg ráð sem gott er að hafa í huga ef þú ætlar að nýta þér tilboð í tilefni dagsins.

  1. Nýi hárblásarinn á ekki að gefa upp öndina fljótt

Hvort sem það er svartur föstudagur, eða einhver annar dagur, að þá átt þú skilið að fá vöru sem endist. Í Evrópu er til staðar regluverk sem vernda neytendur – þótt vara sé á afslætti! Þetta þýðir að ef hárblásarinn, eða einhver önnur vara, reynist gölluð að þá getur þú farið fram á nýja vöru eða endurgreiðslu að lágmarki innan 2 ára frá kaupum.

  1. Kaup á netinu veita rýmri skilafrest

Þegar neytandi kaupir vöru á netinu að þá hefur hann ekki þann kost að skoða vöru í eigin persónu áður en hann kaupir hana. Hvort sem það eru nýjar buxur eða heyrnartól, getur verið erfitt að hitta á vöru sem smellpassar þér. Til að einfalda málið að þá hefur þú rétt til að hætta við kaup innan 14 daga án þess að þurfa að tilgreina ástæðuna. Við mælum með að senda slíka tilkynningu skriflega til seljanda, svo sem með tölvupósti. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þessi réttur er ekki án undantekninga og tekur m.a. ekki til sérsniðna vara, vara sem kosta undir ákveðnu lágmarki.

  1. Ábyrg netverslun býður viðskiptavinum sínum gjarnan mismunandi greiðsluleiðir.

Netverslanir hafa það frelsi að ákveða hvernig þær taka við greiðslum. Það er á ábyrgð þeirra að upplýsa neytendur um hvaða greiðslumöguleikar standa til boða áður en gengið er frá pöntunum. Gjalda ætti varhug við netverslunum sem taka eingöngu við einni útgáfu af fyrirframgreiðslu.

  1. Notaðu kreditkort: Gjarnan má sækja um endurkröfu á óheimiluðum kreditkortafærslum

Þótt svartur föstudagur kunni að fela í sér kostakjör á vörum, að þá getur honum einnig fylgt netsvind. Eitt mikilvægt ráð til að tryggja öryggi þitt eftir fremsta megni: borgaðu með kreditkorti. Greiðslur með kreditkortum geta veitt þér færi til að hætta við ólögmæta skuldfærslu á kortinu. Ef upp koma vandamál er gott að byrja á að hafa samband við seljandann, en ef þér tekst ekki að leysa málið og þú kannast ekki við að hafa heimilað skuldfærslu skaltu leita til viðskiptabanka þíns og leggja fram endurkröfubeiðni.

  1. Of gott til að vera satt: Gættu varhug á sérstaklega ódýrum varningi

Hefur þú rekist á netverslun sem auglýsir vörur á ótrúlega lágu verði, þar sem hægt er að velja alla regnbogans liti og/eða útfærslur? Birtast mögulega sprettigluggar hvert sem þú ferð um á netinu sem kveða á um að þessi afsláttur sé bara í boði tímabundið eða fáar vörur eftir? Þá gæti verið um svokallað „dropshipping“ að ræða. Það þýðir að vefsíðan „áframsendi“ pöntunina til seljanda sem staðsettur er mögulega í Austurlöndum þar sem gæðakröfur og regluverk er takmarkað.

  1. Netverslanir nota „nánast uppselt“ til að þrýsta á þig

Það er algengt bragð sem margar netverslanir nota, skilaboð eins og „alveg að seljast upp“, „tíu aðrir viðskiptavinir eru með þessa vöru í körfunni“ eða „aðeins 3 eintök eftir“. Þessar markaðsbrellur kallast gjarnan hluti af hulduhönnun sem eru gerðar til að hafa áhrif og þrýsta á þig að ganga hratt frá kaupum. En er tilboð raunverulega eins gott og það hljómar ef þú hefur ekki tíma til að hugsa þig um? Við hvetjum neytendur til að hafa þessar markaðsbrellur í huga og ekki láta þær þrýsta sér í að kaupa í óðagoti. Ef vara er raunverulega uppseld hafðu þá í huga að það kunna að vera til aðrar staðkvæmdarvörur, jafnvel á hagstæðara verði, annarstaðar.

  1. Haltu þig í „Zen-inu“ og hugsaðu um umhverfið

Lokaráð okkar kann að vera nokkuð sjálfgefið, en mikilvægi þess er mikið. Svartur föstudagur er gjarnan talinn dagur ofgnóttar, sóunar og aukins kolefnisfótspors. Með öðrum orðum er þessi dagur líka svartur fyrir umhverfið. Því leggjum við til eftirfarandi: Hver vara sem helst á lager er sigur fyrir umhverfið og jafnframt veskið þitt.

about author

ECC á Íslandi

[email protected]

Help and advise for consumers in Europe