Site icon ECC

Barst jólagjöfin sem þú keyptir ekki til þín?

Ef þú pantaðir og greiddir fyrir vöru á netinu með kreditkorti þá getur þú fengið peninginn tilbaka ef hún berst aldrei til þín. Neytendur geta farið fram á bakfærslu á færslunni (e. chargeback) hjá bankanum sínum ef seljandi getur ekki sýnt fram á að vara hafi verið afhend. Hinsvegar er ekki hægt að fá bakfærslu með sama hætti ef greitt er með vöru með millifærslu. Neytendur eru því betur settir ef þeir panta vörur á netinu með korti heldur en með millifærslu.

Stundum athuga neytendur ekki af hverjum þeir eru að eiga í viðskiptum við á netinu og kaupa af vafasömum netverslunum. Sumir seljendur fá mikinn fjölda af pöntunum og lenda í vandræðum með að afhenta vörur á réttum tíma.

Hægt er að hafa samband við bankann þar sem viðkomandi er í kortaviðskiptum við til þess að fá nánari upplýsingar og aðstoð við að leggja fram bakfærslubeiðni.   

Í sumum tilvikum getur chargeback komið að góðum notum þegar rangar vörur hafa verið afhentar af netverslunum og seljandi neitar allri ábyrgð. Neytendur ættu að hafa öll nauðsynleg gögn tilbúin fyrir bakfærslubeiðnina, svosem pöntunarstaðfestingu, reikning fyrir kaupunum og samskipti við seljanda. Það er alltaf ráðlegt að taka myndir eða myndband þegar sendingar eru opnaðar, þar sem það getur verið sterkt gagn þegar eitthvað misferst, svosem ef vara er afhend tjónuð.

Yfirleitt eru engar sambærilegar leiðir til að fá fjármuni tilbaka ef borgað er fyrir vörur með millifærslu. „Þegar að fjármunir hafa verið millifærðir af bankareikningi neytandans og seljandi vill ekki millifæra þá tilbaka þá er yfirleitt erfitt eða ómögulegt að fá peninginn aftur. Þetta er m.a. ein ástæðan fyrir því að margir svikahrappar reyna að fá fólk til að millifæra á sig.

Ef að neytandi kaupir vöru yfir landamæri af seljanda sem staðsettur er í Evrópusambandinu, Bretlandi, Noregi eða á Íslandi þá getur hann leitað eftir aðstoð Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (ECC) endurgjaldslaust. ECC, sem samanstendur af 30 ECC stöðvum í Evrópu fögnuðu nýverið 15 ára starfsafmæli sínu. ECC er fjármagnað af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og hinu opinbera í hverju landi fyrir sig.

Exit mobile version