Í gær fagnaði hýsingaraðili ECC á Íslandi, Neytendasamtökin, 70 ára afmæli sínu.
Samtökin voru formlega stofnuð á fjölmennum fundi þann 23. mars 1953 þar sem lög samtakanna voru samþykkt og 25 manna stjórn skipuð.
Í janúar 2003 gerðu Neytendasamtökin samning við Viðskiptaráðuneytið um hýsingu á EEJ sem var forveri ECC. Þannig hafa samtökin hýst Evrópsku neytendaaðstoðina í rúmlega 20 ár.
Í tilefni afmælisins var Lilju Alfreðsdóttur ráðherra boðið í heimsókn á skrifstofu okkar að Guðrúnartúni.
Þá bauð forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, til móttöku á Bessastöðum í tilefni afmælisins.
Þar gafst okkur færi á að kynna ECC á Íslandi sem og að ræða um réttarstöðu neytenda innan Evrópu.
ECC á íslandi óska Neytendasamtökunum hjartanlega til hamingju með stórafmælið og þökkum afar farsælt samstarf síðustu 20 ár.