Ný sameiginleg heimasíða ECC-Netsins komin í loftið!

Í dag fór í loftið ný og endurbætt sameiginleg heimasíða ECC-Netsins. Nýja heimasíðan, eccnet.eu, veitir upplýsingar um öll helstu atriði er varðar vandamál og kvartanir – hnitmiðað fyrir evrópska neytendur. Alþjóðlegur hópur frá ECC-Netinu tók höndum saman til að koma á laggirnar einskonar „miðstöð“ um neytendarétt og þar er einnig hægt að nálgast notendavænan stafrænan vettvang fyrir neytendur til að fræðast um réttarstöðu sína innan ESB og EEA-svæðisins.

 

Hver erum við?
Samstarfsnet Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (ECC-Net) býður evrópskum neytendum upp á ráðleggingar og aðstoð þegar þeir eiga í viðskiptum (m.a. kaup eða ferðalög) við seljanda sem staðsettur er í öðru landi innan ESB eða EEA-svæðisins. Þú getur skoðað nýju heimasíðuna til að fá hagkvæm ráð um hvernig þú getur nýtt neytendarétt þinn og hvert þú getur leitað ef eitthvað fer úrskeiðis.

Hvernig aðstoðum við?
Við aðstoðum neytendur með því að reyna að finna farsæla lausn utan dómstóla á ágreiningi milli neytanda og seljanda með því að reyna sáttamiðlun beint fyrir fyrirtækið sem þú átt í deilu við. Við tryggjum að þú fáir upplýsingar um réttarstöðu þína frá sérfræðingi á þínu tungumáli.

Hafðu samband
Á heimasíðunni, eccnet.eu, getur þú fundið tengiliðaupplýsingar yfir allar ECC stöðvarnar sem staðsettar eru í öllum löndum Evrópusambandsins, á Íslandi og í Noregi. Þú getur sett þig í samband við ECC stöðina þína ef þú ert með fyrirspurn eða lagt fram kvörtun vegna seljanda.

about author

ECC á Íslandi

ecc@eccisland.is

Help and advise for consumers in Europe