Site icon ECC

Svikapóstar í nafni ECC

ECC-Netið hefur fengið ábendingar um að óprúttnir aðilar hafa verið að senda svikapósta með nöfnum og lógóum hjá ECC stöðvum í Evrópu. Innihald póstana eru á þá leið að viðkomandi hafi lent í svikahröppum og er boðin aðstoð frá ECC-netinu. Þessir póstar eru svikapóstar og ekki sendir út af ECC-Netinu.

Efni svikapóstanna

Óprúttnir aðilar nota gjarnan slíka svikapósta (e. phising emails) til að nálgast upplýsingar um fólk og stela fjármunum af þeim. Nýlegt dæmi er svikapóstur þar sem viðkomandi móttakandi er upplýstur um að hann hafi lent í svikamillu í Kýpur. Í svikapóstinum er boðin fram aðstoð við að endurheimta fjármuni frá svikamyllunni og er viðtakandi beðinn um að senda upplýsingar um bankafærslur. Í svikapóstinum er einnig settur undir falskur tengiliður og tekið fram að hann geti í sumum tilvikum verið ábyrgur fyrir að greiða út fjármuni.

Í þessu nýlega dæmi var notast við netföng og persónuupplýsingar starfsmanna ECC í Kýpur. Í svikapóstinum var einnig notað lógó ECC og Evrópusambandsins. ECC stöðin í Kýpur hefur þegar tilkynnt þessa svikapósta til þarlendra lögregluyfirvalda sem er nú að rannsaka málið.

Mikilvægar upplýsingar

Hvað getur þú gert?

 Hefur þú fengið grunsamlegan tölvupóst? Ekki svara póstinum, ekki ýta á neina hlekki og ekki opna nein viðhengi sem fylgir póstinum. Hafðu samband við ECC stöðina í þínu heimalandi. Sú stöð getur skoðað póstinn og séð hvort hann sé grunnsamlegur og í kjölfarið varað aðra neytendur við slíkum tölvupóstum ef þörf er á.

Exit mobile version