Your Future. Your Choice

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú hleypt af stað herferðinni „Þín framtíð. Þitt val“ (Your future. Your choice).

Átakið felur í sér birtingu á fjórum myndböndum sem eiga að stuðla að því að neytendur innan Evrópusambandsins, í Noregi og á Íslandi taki betur upplýstar ákvarðanir í hinum ýmsu neytendamálum. Átakinu er hleypt af stað í dag, á Alþjóðadegi neytendaréttar sem haldinn er hátíðlegur um allan heim þann 15. mars ár hvert.

COVID-19 heimsfaraldurinn hefur sýnt að stafrænar lausnir geta boðið upp á mikla möguleika fyrir fyrirtæki og neytendur, en einnig eru ýmsar hættur sem þar geta leynst svo sem svikastarfsemi. Heimsfaraldurinn hefur einnig stuðlað að aukinni þörf fyrir bættu fjármálalæsi.  

Hægt er að sjá myndböndin hér að neðan, en þau skiptast eftir flokkunum NetöryggiFjármálalæsiGagnavernd og Sjálfbær neysla. Hægt er að kynna sér herferðina nánar á eftirfarandi hlekk:

https://ec.europa.eu/info/consumer-resource

Netöryggi

Fjármálalæsi

Gagnavernd

Sjálfbær neysla