Author: ECC-Iceland

Ef þú pantaðir og greiddir fyrir vöru á netinu með kreditkorti þá getur þú fengið peninginn tilbaka ef hún berst aldrei til þín. Neytendur geta farið fram á bakfærslu á færslunni (e. chargeback) hjá bankanum sínum ef seljandi getur ekki sýnt fram á að vara hafi verið afhend. Hinsvegar er ekki hægt að fá bakfærslu með sama hætti ef greitt er með vöru með millifærslu. Neytendur eru því betur settir ef þeir panta vörur á netinu með korti heldur en með millifærslu.

Stundum athuga neytendur ekki af hverjum þeir eru að eiga í viðskiptum við á netinu og kaupa af vafasömum netverslunum. Sumir seljendur fá mikinn fjölda af pöntunum og lenda í vandræðum með að afhenta vörur á réttum tíma.

Hægt er að hafa samband við bankann þar sem viðkomandi er í kortaviðskiptum við til þess að fá nánari upplýsingar og aðstoð við að leggja fram bakfærslubeiðni.   

Í sumum tilvikum getur chargeback komið að góðum notum þegar rangar vörur hafa verið afhentar af netverslunum og seljandi neitar allri ábyrgð. Neytendur ættu að hafa öll nauðsynleg gögn tilbúin fyrir bakfærslubeiðnina, svosem pöntunarstaðfestingu, reikning fyrir kaupunum og samskipti við seljanda. Það er alltaf ráðlegt að taka myndir eða myndband þegar sendingar eru opnaðar, þar sem það getur verið sterkt gagn þegar eitthvað misferst, svosem ef vara er afhend tjónuð.

Yfirleitt eru engar sambærilegar leiðir til að fá fjármuni tilbaka ef borgað er fyrir vörur með millifærslu. „Þegar að fjármunir hafa verið millifærðir af bankareikningi neytandans og seljandi vill ekki millifæra þá tilbaka þá er yfirleitt erfitt eða ómögulegt að fá peninginn aftur. Þetta er m.a. ein ástæðan fyrir því að margir svikahrappar reyna að fá fólk til að millifæra á sig.

Ef að neytandi kaupir vöru yfir landamæri af seljanda sem staðsettur er í Evrópusambandinu, Bretlandi, Noregi eða á Íslandi þá getur hann leitað eftir aðstoð Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (ECC) endurgjaldslaust. ECC, sem samanstendur af 30 ECC stöðvum í Evrópu fögnuðu nýverið 15 ára starfsafmæli sínu. ECC er fjármagnað af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og hinu opinbera í hverju landi fyrir sig.

Í tilefni á 15 ára starfsafmæli ECC-Netsins þá hefur verið opnuð ný og glæsileg sameiginleg heimasíða ECC, en slóðin á hana er www.eccnet.eu.

Á heimasíðunni mun verða hægt að nálgast helstu upplýsingar um ECC-Netið, kynningarefni og annan fróðleik. Heimasíðan mun halda áfram í þróun með það að markmiði að auka aðgengi og þekkingu á ECC-Netinu og þeirri þjónustu við bjóðum.

Hver og ein ECC stöð mun halda áfram með sínar eigin heimasíður, en í framtíðinni er litið til þess að sameiginlega heimasíðan geti orðið góður vettvangur fyrir neytendur til að nálgast aðstoð og upplýsingar um ECC-Netið.

What to do when your flight to Poland is cancelled? When the handbag you bought in Italy is damaged? When you are caught in a subscription trap? Since its creation, the European Consumer Centres Network (ECC-Net) has assisted more than one million consumers with issues like these. In the context of COVID-19 outbreak alone, over 90,000 consumers turned to ECC-Net for help. Today, the Network celebrates its 15th anniversary.

An online event with European Commissioner Didier Reynders will be an opportunity to reflect on the achievements of the European consumer rights movement and discuss the way forward for effective consumer protection in Europe. The celebration occurs against the backdrop of a newly adopted Consumer Agenda, which outlines the Commission priorities in consumer policy for the coming five years. The event is a unique gathering of key stakeholders in the field bringing together senior officials from the European Commission, consumer representatives, enforcement authorities, young journalists, academics and more.

On Twitter, the network will tweet live under #15yearsECCNet.

“An essential feature for the Union’s consumer cooperation”

Commissioner Didier Reynders wishes ECC-Net a happy birthday by saying: “I am convinced that the European Consumer Centres Network with its practical support to consumers will remain in the future an essential feature of the Union’s consumer cooperation”.

Petra de Sutter, former IMCO chair and current Deputy Prime Minister of Belgium, adds: “I can‘t help but support the work that the centres undertake on a daily basis. We as legislators can make as many regulations as we want to protect consumers. Nevertheless, consumers have to be aware of the existence of this protection”.

Website launch, report on 15 years of milestones and a look into the future

On the 21st of November, the Network launches its website www.eccnet.eu where a report on 15 years of milestones and ECC Net achievements will be available. A chapter dedicated to the future sets out a vision for the network offering improved service to consumers in a digitalised world and striving to support and promote sustainable consumption.

With this anniversary, ECC-Net comes of age as an established, respected and essential player in European consumer protection. We look forward to the next one million European consumers we will assist”, says Bianca Schulz, director of European Consumer Centre France.

The ECC-Net is committed to working closely with stakeholders and the business sector, as part of an integrated consumer protection team. It will continue to highlight the lived experiences and expressed needs of consumers in the context of policymaking, implementation and enforcement. The network will also work proactively on the European Green Deal and the Digital Agenda by investing in awareness-raising campaigns.

Context:

Each EU country as well as Iceland, Norway and the United Kingdom has a European Consumer Centre and together they form ECC-Net. ECC-Net informs consumers in Europe about their rights and provides free help with cross-border problems.

Alferð/Pakkaferð er samsettur pakki sem inniheldur alla vega tvö atriði af eftirtöldu: flutningi, gistingu eða annarri þjónustu við ferðamenn sem tekur til verulegs hluta ferðarinnar. Þá er það skilgreiningaratriði að þjónustan taki til alla vega 24 klukkustunda eða að í henni felist gisting.

Dæmigerðar sólarlandaferðir sem keyptar eru í einum pakka (iðulega flug og gisting og jafnvel hálft eða fullt fæði) teljast því t.a.m. vera alferðir.

Um alferðir gilda sérstök lög sem Neytendastofa hefur eftirlit með. Alferðalögin byggja á sérstakri Evróputilskipun um pakkaferðir, sem var sett í þeim tilgangi að samræma reglur aðildarríkjanna um pakkaferðir, og má því ætla að réttindi neytenda við kaup á alferð séu sambærileg í öllum aðildarríkjum EES. Alferðalögin kveða m.a. á um ýmis vanefndaúrræði neytenda ef ferðin er ekki eins og um var samið en gott er að hafa í huga að hafi neytendur eitthvað við framkvæmd alferðar að athuga er ákaflega mikilvægt að kvarta strax við fararstjóra eða ferðasala.

ECC-Netið hefur nú gefið út upplýsingabækling varðandi pakkaferðir sem hægt er að nálgast here.

Í tilefni af 15 ára afmæli ECC-Netsins þá hefur netið ákveðið að taka sérstakt málefni fyrir í hverjum mánuði. Í júnímánuði þá verður sjónum beint að ólöglegu niðurhali og streymisveitum á netinu.

Streymisnotkun hefur aukist gífurlega síðustu árin og margir sem nýta sér þann valkost.

Óprúttnir aðilar hafa séð sér leik á borði og hafa sett upp falskar streymisveitur til að gabba neytendur. Hér að neðan má finna upplýsingabækling sem ECC í Austurríki gerði þar sem finna má ýmsan fróðleik um ólöglegar streymisveitur.