The ECC-Net assists consumers that have cross-border problems with traders within the EU, Iceland, Norway and The UK. Free of charge!
ECC Ísland er hluti af ECC-netinu (European Consumer Centre Network/Evrópska neytendaaðstoðin) en það er starfrækt í 29 Evrópulöndum, eða öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins auk Íslands og Noregs. Þá er hefur samstarf við Bretland haldið áfram í aðeins breyttri mynd eftir Brexit. Tilgangur netsins er að veita neytendum, sem kaupa vöru eða þjónustu af seljanda í öðru Evrópuríki, upplýsingar, leiðbeiningar og aðstoð komi upp ágreiningur vegna viðskiptanna. Þá tekur ECC Ísland að sér milligöngu í deilumálum seljenda og neytenda, en milligangan fer þá fram með aðstoð systurstöðvar ECC Íslands í heimalandi seljanda. Þjónusta ECC-netsins er neytendum að kostnaðarlausu en kostnaður við rekstur stöðvanna skiptist milli Evrópusambandsins og aðildarríkjanna sjálfra.
Vinsamlegast athugið að ECC-netið vinnur aðeins fyrir neytendur, en ekki fyrirtæki. Þá tekur ECC Ísland ekki við kvörtunum vegna íslenskra seljenda sé kvartandinn jafnframt búsettur á Íslandi, enda tilgangur netsins að aðstoða neytendur sem lenda í vandræðum með viðskipti erlendis (eða gegnum erlendar heimasíður) en ekki innanlandsviðskipti. Í slíkum tilvikum væri því réttara að leita t.a.m. til Neytendasamtakanna. Þá er aðeins um Evrópunet að ræða, og því ekki hægt að aðstoða neytendur vegna viðskipta þeirra í t.a.m. Bandaríkjunum. Þá er rétt að taka fram að ECC-netið fer ekki með opinbert vald af neinu tagi og getur því ekki knúið seljendur til samstarfs við sig.