Category Archive : Uncategorized

Evrópudagurinn er haldinn hátíðlegur 9. maí á hverju ári. En á þeim degi árið 1950 hélt Robert Schuman, sem var þá utanríkisráðherra Frakklands, sögulega yfirlýsingu þar sem hann lagði til að stofnað yrði evrópskt kola- og stálbandalags. Með þessari tillögu sá Robert Schuman fram á Evrópu lausa við stríð.

Í gegnum tíðina hefur þetta samband þróast mikið, en í dag þekkjum við það sem Evrópusambandið. Sambandið hefur t.a.m. komið með mikilvæga löggjöf sem við hér á Íslandi höfum tekið upp í okkar landslög í gegnum EFTA samstarfið.

 

Á neðangreindu myndbandi má sjá nokkur dæmi um lagabreytingar sem Evrópusambandið hefur sett til að styrkja stöðu neytenda í Evrópu.

ECC-Netið hefur fengið ábendingar um að óprúttnir aðilar hafa verið að senda svikapósta með nöfnum og lógóum hjá ECC stöðvum í Evrópu. Innihald póstana eru á þá leið að viðkomandi hafi lent í svikahröppum og er boðin aðstoð frá ECC-netinu. Þessir póstar eru svikapóstar og ekki sendir út af ECC-Netinu.

Efni svikapóstanna

Óprúttnir aðilar nota gjarnan slíka svikapósta (e. phising emails) til að nálgast upplýsingar um fólk og stela fjármunum af þeim. Nýlegt dæmi er svikapóstur þar sem viðkomandi móttakandi er upplýstur um að hann hafi lent í svikamillu í Kýpur. Í svikapóstinum er boðin fram aðstoð við að endurheimta fjármuni frá svikamyllunni og er viðtakandi beðinn um að senda upplýsingar um bankafærslur. Í svikapóstinum er einnig settur undir falskur tengiliður og tekið fram að hann geti í sumum tilvikum verið ábyrgur fyrir að greiða út fjármuni.

Í þessu nýlega dæmi var notast við netföng og persónuupplýsingar starfsmanna ECC í Kýpur. Í svikapóstinum var einnig notað lógó ECC og Evrópusambandsins. ECC stöðin í Kýpur hefur þegar tilkynnt þessa svikapósta til þarlendra lögregluyfirvalda sem er nú að rannsaka málið.

Mikilvægar upplýsingar

  • ECC stöðvar munu aldrei óska eftir greiðslu frá þér. Allar ECC stöðvarnar starfa í þágu neytenda án endurgjalds.
  • ECC mun aldrei senda þér tölvupóst sem felur í sér boð um aðstoð án þess að þú hafir áður sett þig í samband við ECC netið að eigin frumkvæði.
  • Ert þú með mál í vinnslu hjá ECC stöð núna? Vinsamlegast athugaðu að þú munt aðeins vera í samskiptum við starfsmenn frá ECC stöðinni í þínu heimalandi. Starfsmenn frá öðrum ECC stöðvum munu ekki vera í samskiptum við þig.

Hvað getur þú gert?

 Hefur þú fengið grunsamlegan tölvupóst? Ekki svara póstinum, ekki ýta á neina hlekki og ekki opna nein viðhengi sem fylgir póstinum. Hafðu samband við ECC stöðina í þínu heimalandi. Sú stöð getur skoðað póstinn og séð hvort hann sé grunnsamlegur og í kjölfarið varað aðra neytendur við slíkum tölvupóstum ef þörf er á.

Allt frá sérsmíðuðum skartgripum til leðurbelta og gjafabréfa, þá eru ýmsar hugmyndir á netinu fyrir gjafir í tilefni Valentínusardagsins. Það er þó hætta á að kaupin sem keypt voru með ást í huga endi ekki eins og kaupandinn gerði ráð fyrir. ECC-Netið hefur því tekið saman nokkur ráð sem gott er að hafa í huga.

Gættu þín á „dropshipping“ síðum þegar þú kaupir gjöf fyrir Valentínusardaginn

Ef þú hefur séð hina fullkomnu gjöf á netinu, skoðaðu málið vandlega. Varan gæti verið seld á svokallaðri dropshipping vefsíðu.

Það er kallað dropshipping þegar seljandi á netinu býður fram vöru, tekur við og gengur frá pöntun, en greiðir svo framleiðandanum (gjarnan búsettum í Asíu) fyrir að senda vöruna beint til kaupanda. Þó þessi framkvæmd sé ekki beint ólögleg á Íslandi að þá getur það falið í sér ýmis óþægindi fyrir kaupandann sem hann sá ekki fyrir. Sendingartími getur verið mun lengri en kaupandi gerði ráð fyrir, gæði vörunnar gæti verið lakari en hann gerði ráð fyrir eða varan jafnvel verið fölsuð. Þú gætir einnig þurft að greiða innflutningsgjöld til að fá vöruna þína úr tollinum.

Til að forðast að lenda í dropshipping gildru, þá er best að rannsaka vel viðkomandi seljanda. Lestu skilmála hans, hvernig síðan er uppsett, ummæli um seljandann og gerðu verðsamanburð við aðrar síður áður en þú kaupir.

Vertu viss um kaupin áður en þú pantar sérsmíðaða vöru eða aðra vöru sem er framleidd samkvæmt forskrift þinni

Þó neytendur hafi almennt 14 daga til að hætta við kaup sem gerð eru á netinu, þá eru undantekningar á þeirri heimild. Þær undantekningar eru t.a.m. ef þú hefur keypt vöru sem er sérsmíðuð, eða sérhönnuð, eftir þínum leiðbeiningum eða á annan hátt framleidd samkvæmt forskrift þinni. Þá gildir þessi heimild ekki ef um er að ræða kaup á afþreyingarþjónustu sem á að vera framkvæmd á sérstökum tíma.

Það er því ráðlegt að hugsa málið til enda áður en þú pantar t.d. armband áletrað með nafni ástarinnar þinnar, símahulstur með mynd af fyrsta stefnumóti ykkar eða tónleikamiða með uppáhalds hljómsveit ykkar. Það gæti reynst ómögulegt að skila og fá endurgreiðslu frá seljanda.  

Neytendur er greitt hafa með greiðslukorti fyrir vöru eða þjónustu sem var eða mun ekki vera veitt, eiga endurkröfurétt (e. chargeback) ef ástæðu vanefnda má rekja til seljanda. Þetta á t.d við ef flugi eða pakkaferð er aflýst af hálfu seljanda.

Korthafi þarf einungis að sýna fram á það að vara eða þjónustu hafi ekki verið eða verði ekki afhent til að eiga endurkröfurétt. Samkvæmt kortafyrirtækjum á þetta þó ekki við um greiðslur til ferðaskrifstofa er komnar eru í þrot. í þeim tilfellum þarf fyrst að sækja endurgreiðslu úr tryggingarsjóði ferðaskrifstofa. Neytandi þarf þá að sýna fram á að hann hafi sótt um endurgreiðslu og verið hafnað að hluta eða öllu leyti til að eiga rétt á endurgreiðslu frá viðkomandi kortafyrirtæki.

Gæta þarf að því að sækja þarf um endurkröfu innan 120 daga frá því að staðfest er að vara eða þjónustu verður ekki afhent. Sótt er um endurgreiðslu hjá útgefanda kortsins sem í flestum tilvikum er banki.

Skrifstofa ECC á Íslandi verður lokuð eftirfarandi daga yfir hátíðirnar:

23. desember – Þorláksmessa
24. desember – aðfangadagur
31. desember- gamlársdagur

Annars gildir hefðbundinn opnunartími. Við minnum á netfang okkar [email protected] þar sem þú getur sent okkur póst sem við svörum við fyrsta tækifæri.

Í dag fór í loftið ný og endurbætt sameiginleg heimasíða ECC-Netsins. Nýja heimasíðan, eccnet.eu, veitir upplýsingar um öll helstu atriði er varðar vandamál og kvartanir – hnitmiðað fyrir evrópska neytendur. Alþjóðlegur hópur frá ECC-Netinu tók höndum saman til að koma á laggirnar einskonar „miðstöð“ um neytendarétt og þar er einnig hægt að nálgast notendavænan stafrænan vettvang fyrir neytendur til að fræðast um réttarstöðu sína innan ESB og EEA-svæðisins.

 

Hver erum við?
Samstarfsnet Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (ECC-Net) býður evrópskum neytendum upp á ráðleggingar og aðstoð þegar þeir eiga í viðskiptum (m.a. kaup eða ferðalög) við seljanda sem staðsettur er í öðru landi innan ESB eða EEA-svæðisins. Þú getur skoðað nýju heimasíðuna til að fá hagkvæm ráð um hvernig þú getur nýtt neytendarétt þinn og hvert þú getur leitað ef eitthvað fer úrskeiðis.

Hvernig aðstoðum við?
Við aðstoðum neytendur með því að reyna að finna farsæla lausn utan dómstóla á ágreiningi milli neytanda og seljanda með því að reyna sáttamiðlun beint fyrir fyrirtækið sem þú átt í deilu við. Við tryggjum að þú fáir upplýsingar um réttarstöðu þína frá sérfræðingi á þínu tungumáli.

Hafðu samband
Á heimasíðunni, eccnet.eu, getur þú fundið tengiliðaupplýsingar yfir allar ECC stöðvarnar sem staðsettar eru í öllum löndum Evrópusambandsins, á Íslandi og í Noregi. Þú getur sett þig í samband við ECC stöðina þína ef þú ert með fyrirspurn eða lagt fram kvörtun vegna seljanda.

Nú er kominn desembermánuður og efalaust margir ungir (og jafnvel eldri) sem hafa fjárfest í aðventudagatali til að telja niður til jóla.

ECC-Netið hefur ákveðið að vera með sitt eigið dagatal þar sem við birtum upplýsingar um helstu réttindi neytenda ásamt öðrum fróðleik. Dagatalið verður sett inn á Twittersíðu ECC á Íslandi en hægt er að skoða hana hér:

Ársskýrsla ECC á Íslandi er komin út og má nálgast hana hér.

Á árinu 2020 var gífurleg aukning á málum sem bárust ECC á Íslandi, en þá aukningu má að líkindum rekja til COVID-19 heimsfaraldursins og áhrifa hans á ferðalög.

Nánari upplýsingar veitir Ívar Halldórsson, stjórnandi ECC á Íslandi

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines hefur verið úrskurðað gjaldþrota af dómstólum í Prag. Kröfuhafar hafa til 10. maí næstkomandi til að lýsa yfir kröfum í flugfélagið.

Þeir neytendur sem eiga kröfur á flugfélagið (t.d. vegna endurgreiðslu á aflýstum flugum) geta lýst kröfu í þrotabúið með því að senda kröfuna í bréfpósti á heimilisfangið:

Městský soud v Praze
pracoviště Slezská 9
120 00 Praha 2
Česká republika

https://justice.cz/web/mestsky-soud-v-praze/kontakty-podrobnosti?clanek=kontaktni-osoby-mestskeho-soudu-v-praze-pracoviste-slezska

Einnig er hægt að senda kröfuna í tölvupósti með viðurkenndri rafrænni undirskrift á netfangið [email protected]

Samkvæmt reglum í tékklandi þá þurfa erlendir kröfuhafar að lýsa, rökstyðja og sýna fram á fjárkröfur sínar á tékknesku. Þannig er ekki hægt að lýsa kröfu í þrotabúið á t.d. ensku.

Til að auðvelda neytendum að senda kröfu á flugfélagið þá hefur ECC í Tékklandi búið til neðangreind form sem neytendur geta nýtt sér. Annarsvegar er form þar sem búið er að fylla inn upplýsingar um fyrirtækið og neytendur þurfa svo að fylla út þá dálka sem vantar. Hinsvegar er fyrirmynd þar sem ensk lýsing fylgir um hvaða upplýsingar þurfa að koma fram í hverjum dálki. Hægt er að nálgast formið hér (fyrirmyndensk þýðing).

Rétt er að taka fram að við vitum ekki hvernig fjárhagsstaða fyrirtækisins hefur verið eða hversu líklegt er að það fáist greitt upp í almennar kröfur. 

Ef við fáum frekari upplýsingar frá kollegum okkar í Tékklandi þá munum við tilkynna það hér á heimasíðu okkar.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú hleypt af stað herferðinni „Þín framtíð. Þitt val“ (Your future. Your choice).

Átakið felur í sér birtingu á fjórum myndböndum sem eiga að stuðla að því að neytendur innan Evrópusambandsins, í Noregi og á Íslandi taki betur upplýstar ákvarðanir í hinum ýmsu neytendamálum. Átakinu er hleypt af stað í dag, á Alþjóðadegi neytendaréttar sem haldinn er hátíðlegur um allan heim þann 15. mars ár hvert.

COVID-19 heimsfaraldurinn hefur sýnt að stafrænar lausnir geta boðið upp á mikla möguleika fyrir fyrirtæki og neytendur, en einnig eru ýmsar hættur sem þar geta leynst svo sem svikastarfsemi. Heimsfaraldurinn hefur einnig stuðlað að aukinni þörf fyrir bættu fjármálalæsi.  

Hægt er að sjá myndböndin hér að neðan, en þau skiptast eftir flokkunum NetöryggiFjármálalæsiGagnavernd og Sjálfbær neysla. Hægt er að kynna sér herferðina nánar á eftirfarandi hlekk:

https://ec.europa.eu/info/consumer-resource

Netöryggi

Fjármálalæsi

Gagnavernd

Sjálfbær neysla