ECC-Netið hefur fengið ábendingar um að óprúttnir aðilar hafa verið að senda svikapósta með nöfnum og lógóum hjá ECC stöðvum í Evrópu. Innihald póstana eru á þá leið að viðkomandi hafi lent í svikahröppum og er boðin aðstoð frá ECC-netinu. Þessir póstar eru svikapóstar og ekki sendir út af ECC-Netinu.
Efni svikapóstanna
Óprúttnir aðilar nota gjarnan slíka svikapósta (e. phising emails) til að nálgast upplýsingar um fólk og stela fjármunum af þeim. Nýlegt dæmi er svikapóstur þar sem viðkomandi móttakandi er upplýstur um að hann hafi lent í svikamillu í Kýpur. Í svikapóstinum er boðin fram aðstoð við að endurheimta fjármuni frá svikamyllunni og er viðtakandi beðinn um að senda upplýsingar um bankafærslur. Í svikapóstinum er einnig settur undir falskur tengiliður og tekið fram að hann geti í sumum tilvikum verið ábyrgur fyrir að greiða út fjármuni.
Í þessu nýlega dæmi var notast við netföng og persónuupplýsingar starfsmanna ECC í Kýpur. Í svikapóstinum var einnig notað lógó ECC og Evrópusambandsins. ECC stöðin í Kýpur hefur þegar tilkynnt þessa svikapósta til þarlendra lögregluyfirvalda sem er nú að rannsaka málið.
Mikilvægar upplýsingar
Hvað getur þú gert?
Hefur þú fengið grunsamlegan tölvupóst? Ekki svara póstinum, ekki ýta á neina hlekki og ekki opna nein viðhengi sem fylgir póstinum. Hafðu samband við ECC stöðina í þínu heimalandi. Sú stöð getur skoðað póstinn og séð hvort hann sé grunnsamlegur og í kjölfarið varað aðra neytendur við slíkum tölvupóstum ef þörf er á.
Allt frá sérsmíðuðum skartgripum til leðurbelta og gjafabréfa, þá eru ýmsar hugmyndir á netinu fyrir gjafir í tilefni Valentínusardagsins. Það er þó hætta á að kaupin sem keypt voru með ást í huga endi ekki eins og kaupandinn gerði ráð fyrir. ECC-Netið hefur því tekið saman nokkur ráð sem gott er að hafa í huga.
Gættu þín á „dropshipping“ síðum þegar þú kaupir gjöf fyrir Valentínusardaginn
Ef þú hefur séð hina fullkomnu gjöf á netinu, skoðaðu málið vandlega. Varan gæti verið seld á svokallaðri dropshipping vefsíðu.
Það er kallað dropshipping þegar seljandi á netinu býður fram vöru, tekur við og gengur frá pöntun, en greiðir svo framleiðandanum (gjarnan búsettum í Asíu) fyrir að senda vöruna beint til kaupanda. Þó þessi framkvæmd sé ekki beint ólögleg á Íslandi að þá getur það falið í sér ýmis óþægindi fyrir kaupandann sem hann sá ekki fyrir. Sendingartími getur verið mun lengri en kaupandi gerði ráð fyrir, gæði vörunnar gæti verið lakari en hann gerði ráð fyrir eða varan jafnvel verið fölsuð. Þú gætir einnig þurft að greiða innflutningsgjöld til að fá vöruna þína úr tollinum.
Til að forðast að lenda í dropshipping gildru, þá er best að rannsaka vel viðkomandi seljanda. Lestu skilmála hans, hvernig síðan er uppsett, ummæli um seljandann og gerðu verðsamanburð við aðrar síður áður en þú kaupir.
Vertu viss um kaupin áður en þú pantar sérsmíðaða vöru eða aðra vöru sem er framleidd samkvæmt forskrift þinni
Þó neytendur hafi almennt 14 daga til að hætta við kaup sem gerð eru á netinu, þá eru undantekningar á þeirri heimild. Þær undantekningar eru t.a.m. ef þú hefur keypt vöru sem er sérsmíðuð, eða sérhönnuð, eftir þínum leiðbeiningum eða á annan hátt framleidd samkvæmt forskrift þinni. Þá gildir þessi heimild ekki ef um er að ræða kaup á afþreyingarþjónustu sem á að vera framkvæmd á sérstökum tíma.
Það er því ráðlegt að hugsa málið til enda áður en þú pantar t.d. armband áletrað með nafni ástarinnar þinnar, símahulstur með mynd af fyrsta stefnumóti ykkar eða tónleikamiða með uppáhalds hljómsveit ykkar. Það gæti reynst ómögulegt að skila og fá endurgreiðslu frá seljanda.
Nú er kominn desembermánuður og efalaust margir ungir (og jafnvel eldri) sem hafa fjárfest í aðventudagatali til að telja niður til jóla.
ECC-Netið hefur ákveðið að vera með sitt eigið dagatal þar sem við birtum upplýsingar um helstu réttindi neytenda ásamt öðrum fróðleik. Dagatalið verður sett inn á Twittersíðu ECC á Íslandi en hægt er að skoða hana hér: